Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 10:38 Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í faraldrinum halda menn áfram að losa mikið magn kolefnis út í lofthjúp jarðar þar sem það veldur hlýnun við yfirborðið. Styrkurinn koltvísýrings hefur ekki verið hærri í sögu mannkynsins. Vísir/EPA Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54
Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent