Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 18:11 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann hefur hlutast til í málum tveggja vina og bandamanna forsetans til að ýmist milda refsingu þeirra eða fella ákærur niður. AP/John Bazemore Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax. Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax.
Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00