Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 09:56 Joseph James DeAngelo hefur verið í varðhaldi frá árinu 2018. AP/Rich Pedroncelli Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Bandaríkin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira