Vonast til að Rúmenarnir komi í október Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 12:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess að leika í EM-umspilinu. VÍSIR/GETTY Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00
Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00
Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05