19. júní Drífa Snædal skrifar 19. júní 2020 13:00 Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar