Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 08:01 Trump fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira