Smit í tíu milljónum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 09:21 Ástandið þykir mjög slæmt í Brasilíu og annarsstaðar í Suður-Ameríku. AP/Leo Correa Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. Þetta er samkvæmt tölum Reuters fréttaveitunnar. Johns Hopkins háskólinn, sem hefur haldið utan um opinberar tölur á heimsvísu, segir 9,94 milljónir hafa smitast(Þegar þetta er skrifað). Sú tala mun fara yfir tíu milljónir í dag. Reuters segir tíu milljónir smitaðra vera um það bil tvöfaldan fjölda þeirra sem veikjast alvarlega vegna inflúensu á ári hverju, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Fjöldi látinna er svipaður og fjöldi þeirra sem sagðir eru deyja vegna inflúensu á ári hverju. Þó er útlit fyrir að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Um fjórðungur þeirra sem hafa smitast eru frá Evrópu og svipaða sögu er að segja frá bæði Norður og Suður-Ameríku. Hver heimsálfa á um fjórðung af þeim sem hafa smitast. Um ellefu prósent smitaðra eru frá Asíu og um níu prósent frá Mið-Austurlöndum. Smituðum fer fjölgandi víða um heim og um þessar mundir þykir ástandið sérstaklega slæmt í Brasilíu og Indlandi en í báðum ríkjum hefur smituðum fjölgað um rúmlega tíu þúsund á degi hverjum. Síðustu vikuna hefur þriðjungur nýsmitaðra greinst í þessum tveimur löndum. Sérfræðingar segja mögulegt að fjöldi látinna í Suður-Ameríku gæti hækkað úr um hundrað þúsund í þessari viku í rúmlega 380 þúsund í október. Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Bandaríkjunum á undanförnum vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08 Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24 Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42 Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34 Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03 Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Smituðum fjölgar áfram hratt á Indlandi Yfirvöld Indlands hafa nú staðfest að minnst 500 þúsund manns hafi smitast af Covid-19. Síðasta sólarhringinn greindust 17 þúsund nýsmitaðir og fer smituðum hratt fjölgandi í borgum landsins þar sem þéttbýli og návígi er mikið. 27. júní 2020 08:08
Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum. 25. júní 2020 23:24
Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. 23. júní 2020 17:42
Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. 23. júní 2020 11:34
Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. 18. júní 2020 22:03
Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt. 12. júní 2020 08:38
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33