Metfjöldi nýsmita vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:14 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvar í Paramus í New Jersey með grímur fyrir andlitinu. ap/Seth Wenig Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira