Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 16:49 Teikning listamanns af reikistjörnukjarnanum á braut um móðurstjörnu sína. University of Warwick/Mark Garlick Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong. Vísindi Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira