„Þú munt drepa mig, maður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 06:52 George Floyd lést í Minneapolis 25. maí síðastliðinn. Getty Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. Floyd sagðist ítrekað ekki geta andað. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem nú hafa verið gerð opinber í ákærumáli á hendur fjórum Chauvin og þremur öðrum lögreglumönnum sem voru á vettvangi þegar Floyd lést. Skjölin samanstanda meðal annars af eftirritum af upptökum úr búkmyndavélum tveggja lögreglumannanna. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið segir að skjölin veiti meiri upplýsingar um síðustu andartök Floyd en áður hafi fengist. Hingað til hafa myndbönd tekin af almennum borgurum sem voru viðstaddir handtöku Floyd verið það eina sem almenningi hefur verið aðgengilegt í málinu. Skömmu eftir andlát Floyd brutust út umfangsmikil mótmæli um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi gegn svörtu fólki hefur verið mótmælt. Víða hefur lögregla svarað mótmælendum af fullri hörku. Eftirrit af upptökum úr búkmyndavélum þáverandi lögreglumannanna Thomas Lane og J. Alexander Kueng sýna að Floyd sagði oftar en 20 sinnum að hann gæti ekki andað, á meðan Derek Chauvin hélt hné sínu að hálsi hans þar sem hann lá á götunni. Floyd var handtekinn grunaður um að hafa notað falsaðan seðil til þess að kaupa sér sígarettupakka. Morðið á Floyd hefur vakið upp sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og víðar. Víða hefur fjöldi fólks komið saman og mótmæl lögregluofbeldi gegn svörtu fólki og kerfisbundnum kynþáttafordómum. „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað), er eitt helsta slagorð mótmælenda, en þau orð voru meðal þeirra síðustu sem Floyd sagði áður en hann dó.Tayfun Coskun/Getty Neitaði að færa hann á hliðina Upptökurnar úr myndavélunum sýna að á einum tímapunkti, meðan honum var haldið að götunni, sagðist Floyd ekki geta andað. Þú munt drepa mig, maður Chauvin, sem gaf orðum Floyds lítinn gaum, sagði honum einfaldlega að hætta að tala. „Hættu að tala, hættu að garga. Það er súrefnisfrekt að tala.“ Þá sýna gögnin að á einum tímapunkti spurði Lane, sem hafði verið minna en hálft ár í starfi lögreglumanns, hvort ekki væri réttast að snúa Floyd á hliðina, þar sem hann gæti átt erfitt með að anda með hné Chauvins á hálsinum. Chauvin vildi ekki heyra á það minnst. „Nei, hann verður kyrr hér þar sem við höfum hann,“ svaraði hann. Lögmenn Chauvins hafa ekki tjáð sig um gögnin síðan þau voru gerð opinber. Derek Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, en Lane og Alexander hafa verið ákærðir fyrir að styðja hann til verksins, ásamt fjórða lögreglumanninum, Tou Thao. Mynd af fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn.RCSO/AP
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent