Pistill djákna fjarlægður af vefsvæði Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2020 16:57 Jón er búinn að biðja Birgi afsökunar á pistli Guðmundar djákna og býst ekki við því að neinir eftirmálar verði úr þeirri áttinni. visir/vilhelm Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“ Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“
Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira