Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Tyrkland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Tyrkland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira