Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 13:32 Fjölskylda Dunn við breska utanríkisráðuneytið í október. Móðir hans (2.f.h.) segir samkomulagið nú stórt skref fram á við. Vísir/EPA Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt. Bandaríkin Bretland Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. Konan ætlar ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug. Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Sacoolas lét sig hverfa til Bandaríkjanna skömmu eftir slysið. Hún var ákærð fyrir að valda dauða Dunn með glæfraakstri en bar fyrir sig friðhelgi erindreka. Bandarísk yfirvöld hafa neitað að framselja hana og hefur málið valdið núningi á milli ríkjanna tveggja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með þeim breytingum sem ríkin hafa nú samið um verður hægt að sækja ættingja bandarískra starfsmanna herstöðvarinnar til saka. Lögreglan í Northamptonshire telur að breytingin sé ekki afturvirk en fagnar henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjá einnig: Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Lögreglan og fjölskylda Dunn segist ætla að halda áfram í því með breskum saksóknurum að Sacoolas verði látin svara til saka. Lögmaður Sacoolas segir aftur á móti að hún ætli sér ekki að snúa aftur til Englands sjálfviljug og eiga mögulega yfir höfði sér fangelsisvist vegna „hræðilegs en óviljandi slyss“. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að með samkomulaginu hafi „fráviki“ sem varð til þess að réttlætinu var ekki fullnægt vegna dauða Dunn verið fjarlægt.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira