Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 17:00 Tíðari skógar- og gróðureldar vegna hlýrra og þurrara loftslags eru á meðal afleiðinga áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Vísir/Getty Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram. Með nýrri rannsókn nær útiloka vísindamenn að hlýnun verði á lægri enda þess óvissubils sem hefur verið um hversu mikil hlýnunin verður ef styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar tvöfaldast. Töluverð óvissa hefur ríkt um nákvæmlega hversu næmt loftslag jarðar er fyrir breytingum á styrk gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings um áratugaskeið. Vísindamenn hafa þannig talið að ef styrkurinn tvöfaldaðist gæti hlýnunin sem því fylgdi orðið á bili sem spannaði allt frá um 1,5 til 4,5°C. Nýrri loftslagslíkön hafa svo bent til að hlýnun gæti orðið ennþá meiri, allt að 5-6°C. Í nýrri og umfangsmikilli alþjóðlegri rannsókn sem var birt í vísindaritinu Review of Geophysics í gær þrengdu loftslagsvísindamenn þetta óvissubil verulega og gera nú ráð fyrir meiri hlýindum en áður. Mestu líkurnar telja þeir að loftslag jarðar bregðist við tvöföldun styrks koltvísýrings með 2,3 til 4,5°C hlýnun fyrir lok þessarar aldar. Þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að 95% líkur séu á því að hlýnunin verði meiri en 2°C ef styrkur CO2 tvöfaldast, nokkuð sem útlit er fyrir að gerist á næstu hálfu öldinni eða svo. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C til að hægt verði að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga sem hefðu hamfarakennd áhrif á samfélög manna og lífríki jarðar. Góðu fréttirnar, ef einhverjar eru, í niðurstöðunum er að verstu sviðsmyndir um umfang hlýnunarinnar virðast óraunhæfar. Vísindamennirnir telja þannig 6-18% líkur á að hlýnun verði meiri en efri mörk bilsins, 4,5°C eða meiri. Til samanburðar er talið að meðalhiti jarðar hafi verið um 4°C lægri á síðustu ísöld en hann er nú. Researchers have long known that human activities are heating up the planet. But estimating how much future warming can be expected for a given increase in carbon dioxide has remained an area of active research. Scientists at @NASAGISS helped with a new look at the evidence. pic.twitter.com/5bpc5jZaR8— NASA Earth (@NASAEarth) July 22, 2020 Kippir stoðunum undan efasemdaröddum Vísindamennirnir notuðu gögn úr ýmsum áttum til þess að fá nákvæmari mynd af því hvernig loftslag jarðar bregst við auknum styrk gróðurhúsalofttegunda. Þeir lögðust yfir beinar veðurfarsmælingar sem hafa verið gerðar allt frá upphafi iðnbyltingarinnar, veðurvitni eins og kórala, ískjarna, trjáhringi og setlög sem gefa vísbendingar um loftslag fyrir þann tíma, gervihnattaathuganir frá síðustu áratugum og tölvulíkön. „Þessi rannsókn er í raun sú fyrsta þar sem reynt er að taka allar þessar ólíku uppsprettur athugana saman í einn og sama pakkann sem raunverulegt vit er í,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknamiðstöðvar NASA (GISS) og einn höfunda rannsóknarinnar, við New York Times. Öll bentu gögnin í sömu átt. Washington Post segir að það kippi stoðunum undan fullyrðingum ýmissa þeirra sem efast um alvarleika loftslagsbreytinga um að næmni loftslagsins fyrir breytingum á styrk koltvísýrings sé lítil. „Það hefði verið frábært ef efasemdamennirnir hefðu haft rétt fyrir sér og næmni loftslagsins væri, segjum 1,5°C, en það er ekki heimurinn sem við búum í,“ segir Andrew Dessler, loftslagsvísindamaður við Texas A&M-háskólann sem kom ekki nálægt rannsókninni. Nær engar líkur eru þannig á því að mannkynið detti í lukkupottinn og að tiltölulega lítil hlýnun verði þrátt fyrir stórfellda losun á gróðurhúsalofttegundum. Ein helsta vísbendingin um að hlýnunin verði lítil er að þrátt fyrir að mannkynið sé þegar nærri því hálfnað með að tvöfalda styrkinn frá upphafi iðnbyltingar hefur hlýnunin þegar náð um einni gráðu. FAQ on equilibrium climate sensitivity (ECS):Q: If ECS is, say, 3C, does that mean we have no chance of avoiding the 1.5C or 2C targets?A: No! ECS is the climate response to doubling CO2 from preindustrial levels (560ppm). We're at 416ppm now. We can stop before we get there!— Kate Marvel (@DrKateMarvel) July 22, 2020 Óvissan um losun mun þýðingarmeiri Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, segir að með rannsókninni sé lægsti hluti óvissubilsins tekinn út sem komi ekki á óvart. „Niðurstaðan er í raun og veru að langlíklegasta niðurstaðan ef þú tvöfaldar styrk CO2 er að það myndi hlýna um 2,3-4,5 gráður,“ segir hann. Niðurstöður rannsóknarinnar telur Halldór fyrst og fremst og hafa þýðingu fyrir vísindamenn en síður fyrir almenning og stefnumótendur. Ástæðan sé sú að mun meiri óvissa ríki um hversu mikil losun manna á gróðurhúsalofttegundum verður en hver næmni loftslagsins fyrir auknum styrk koltvísýrings sé. „Eina leiðin til að draga úr óvissunni er hreinlega að draga úr losun af því að óvissan um losun er stærsti áhrifaþátturinn,“ segir Halldór. Schmidt frá GISS tekur í svipaðan streng um að samhæfðar aðgerðir ríkja heims til að draga úr losun geti stöðvað það að styrkur koltvísýrings tvöfaldist. „Stærsti áhrifaþátturinn um loftslag framtíðarinnar eru athafnir manna,“ segir hann. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Sérstaklega lofar Halldór að í rannsókninni leggi höfundarnir fram um hvaða atriði þeir þurfi að hafa rangt fyrir sér til þess að hlýnun jarðar verði enn meiri en 4,5°C. Það passaði til að mynda illa við skilning manna á ísöldum og ský, sem geta bæði haft hlýnunar- og kólnunaráhrif á loftslag, þyrftu að haga sér öðruvísi en mælingar sýna. „Það er mjög gott að hafa svona lista því þá er hægt að leggja gáfulegra mat á það hvað gæti verið rangt sem myndi gefa okkur mikla næmni eða svörun. Það verður að segjast eins og er að það lítur ekki út fyrir að vera líklegt að svörunin sé svona mikil, 4,5°C,“ segir Halldór. Þá varar hann við því að fólk einblíni á næmni loftslagsins fyrir breytingum á kostnað áhrifa hlýnunarinnar og á hann þar við verri óveður, uppskerubrest og þurrka sem talið er að fylgi hlýnandi og breyttu loftslagi. „Þau áhrif eru miklu stærri en þessi fyrir almenning og stefnumótendur,“ segir hann. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram. Með nýrri rannsókn nær útiloka vísindamenn að hlýnun verði á lægri enda þess óvissubils sem hefur verið um hversu mikil hlýnunin verður ef styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar tvöfaldast. Töluverð óvissa hefur ríkt um nákvæmlega hversu næmt loftslag jarðar er fyrir breytingum á styrk gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings um áratugaskeið. Vísindamenn hafa þannig talið að ef styrkurinn tvöfaldaðist gæti hlýnunin sem því fylgdi orðið á bili sem spannaði allt frá um 1,5 til 4,5°C. Nýrri loftslagslíkön hafa svo bent til að hlýnun gæti orðið ennþá meiri, allt að 5-6°C. Í nýrri og umfangsmikilli alþjóðlegri rannsókn sem var birt í vísindaritinu Review of Geophysics í gær þrengdu loftslagsvísindamenn þetta óvissubil verulega og gera nú ráð fyrir meiri hlýindum en áður. Mestu líkurnar telja þeir að loftslag jarðar bregðist við tvöföldun styrks koltvísýrings með 2,3 til 4,5°C hlýnun fyrir lok þessarar aldar. Þá komast þeir að þeirri niðurstöðu að 95% líkur séu á því að hlýnunin verði meiri en 2°C ef styrkur CO2 tvöfaldast, nokkuð sem útlit er fyrir að gerist á næstu hálfu öldinni eða svo. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C til að hægt verði að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga sem hefðu hamfarakennd áhrif á samfélög manna og lífríki jarðar. Góðu fréttirnar, ef einhverjar eru, í niðurstöðunum er að verstu sviðsmyndir um umfang hlýnunarinnar virðast óraunhæfar. Vísindamennirnir telja þannig 6-18% líkur á að hlýnun verði meiri en efri mörk bilsins, 4,5°C eða meiri. Til samanburðar er talið að meðalhiti jarðar hafi verið um 4°C lægri á síðustu ísöld en hann er nú. Researchers have long known that human activities are heating up the planet. But estimating how much future warming can be expected for a given increase in carbon dioxide has remained an area of active research. Scientists at @NASAGISS helped with a new look at the evidence. pic.twitter.com/5bpc5jZaR8— NASA Earth (@NASAEarth) July 22, 2020 Kippir stoðunum undan efasemdaröddum Vísindamennirnir notuðu gögn úr ýmsum áttum til þess að fá nákvæmari mynd af því hvernig loftslag jarðar bregst við auknum styrk gróðurhúsalofttegunda. Þeir lögðust yfir beinar veðurfarsmælingar sem hafa verið gerðar allt frá upphafi iðnbyltingarinnar, veðurvitni eins og kórala, ískjarna, trjáhringi og setlög sem gefa vísbendingar um loftslag fyrir þann tíma, gervihnattaathuganir frá síðustu áratugum og tölvulíkön. „Þessi rannsókn er í raun sú fyrsta þar sem reynt er að taka allar þessar ólíku uppsprettur athugana saman í einn og sama pakkann sem raunverulegt vit er í,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknamiðstöðvar NASA (GISS) og einn höfunda rannsóknarinnar, við New York Times. Öll bentu gögnin í sömu átt. Washington Post segir að það kippi stoðunum undan fullyrðingum ýmissa þeirra sem efast um alvarleika loftslagsbreytinga um að næmni loftslagsins fyrir breytingum á styrk koltvísýrings sé lítil. „Það hefði verið frábært ef efasemdamennirnir hefðu haft rétt fyrir sér og næmni loftslagsins væri, segjum 1,5°C, en það er ekki heimurinn sem við búum í,“ segir Andrew Dessler, loftslagsvísindamaður við Texas A&M-háskólann sem kom ekki nálægt rannsókninni. Nær engar líkur eru þannig á því að mannkynið detti í lukkupottinn og að tiltölulega lítil hlýnun verði þrátt fyrir stórfellda losun á gróðurhúsalofttegundum. Ein helsta vísbendingin um að hlýnunin verði lítil er að þrátt fyrir að mannkynið sé þegar nærri því hálfnað með að tvöfalda styrkinn frá upphafi iðnbyltingar hefur hlýnunin þegar náð um einni gráðu. FAQ on equilibrium climate sensitivity (ECS):Q: If ECS is, say, 3C, does that mean we have no chance of avoiding the 1.5C or 2C targets?A: No! ECS is the climate response to doubling CO2 from preindustrial levels (560ppm). We're at 416ppm now. We can stop before we get there!— Kate Marvel (@DrKateMarvel) July 22, 2020 Óvissan um losun mun þýðingarmeiri Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, segir að með rannsókninni sé lægsti hluti óvissubilsins tekinn út sem komi ekki á óvart. „Niðurstaðan er í raun og veru að langlíklegasta niðurstaðan ef þú tvöfaldar styrk CO2 er að það myndi hlýna um 2,3-4,5 gráður,“ segir hann. Niðurstöður rannsóknarinnar telur Halldór fyrst og fremst og hafa þýðingu fyrir vísindamenn en síður fyrir almenning og stefnumótendur. Ástæðan sé sú að mun meiri óvissa ríki um hversu mikil losun manna á gróðurhúsalofttegundum verður en hver næmni loftslagsins fyrir auknum styrk koltvísýrings sé. „Eina leiðin til að draga úr óvissunni er hreinlega að draga úr losun af því að óvissan um losun er stærsti áhrifaþátturinn,“ segir Halldór. Schmidt frá GISS tekur í svipaðan streng um að samhæfðar aðgerðir ríkja heims til að draga úr losun geti stöðvað það að styrkur koltvísýrings tvöfaldist. „Stærsti áhrifaþátturinn um loftslag framtíðarinnar eru athafnir manna,“ segir hann. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Sérstaklega lofar Halldór að í rannsókninni leggi höfundarnir fram um hvaða atriði þeir þurfi að hafa rangt fyrir sér til þess að hlýnun jarðar verði enn meiri en 4,5°C. Það passaði til að mynda illa við skilning manna á ísöldum og ský, sem geta bæði haft hlýnunar- og kólnunaráhrif á loftslag, þyrftu að haga sér öðruvísi en mælingar sýna. „Það er mjög gott að hafa svona lista því þá er hægt að leggja gáfulegra mat á það hvað gæti verið rangt sem myndi gefa okkur mikla næmni eða svörun. Það verður að segjast eins og er að það lítur ekki út fyrir að vera líklegt að svörunin sé svona mikil, 4,5°C,“ segir Halldór. Þá varar hann við því að fólk einblíni á næmni loftslagsins fyrir breytingum á kostnað áhrifa hlýnunarinnar og á hann þar við verri óveður, uppskerubrest og þurrka sem talið er að fylgi hlýnandi og breyttu loftslagi. „Þau áhrif eru miklu stærri en þessi fyrir almenning og stefnumótendur,“ segir hann.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23