Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 13:07 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ferðast nú um Norðurland. Visir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“ Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47