Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 13:07 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ferðast nú um Norðurland. Visir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“ Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum, meðan málið er til meðferðar í ráðuneyti hennar. Erfiðlega hefur gengið að ná á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra síðustu daga, en hún er nú á faraldsfæti um landið. Fram hefur þó komið að Áslaug hafi lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Fjórir yfirmenn embættisins eru sagðir vinna að því að bola Ólafi úr embætti. Trúnaðarmaður lögreglunnar á Suðurnesjum fór um miðjan maí með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Fréttastofu bárust loksins viðbrögð frá dómsmálaráðherra nú í hádeginu. „Sæll. Ég er úti á landi,“ skrifar Áslaug áður en hún segist ekki ætla að tjá sig efnislega um ólguna. „Í ráðuneytinu er til meðferðar starfsmannamál tengd embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið er að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti,“ skrifar Áslaug. „Á meðan mál þessi eru enn til meðferðar í ráðuneytinu mun ég að öðru leyti ekki tjá mig um þau á opinberum vettvangi.“
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Tengdar fréttir Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47