Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 12:00 Irving með boltann í leik gegn Los Angeles Lakers í janúar á þessu ári. Jim McIsaac/Getty Images Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00
Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00
Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30