Trump kallar eftir dauðarefsingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 07:55 Donald Trump vill að Dzokhar Tsarnaev verði dæmdur til dauða á nýjan leik. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado. Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Tsarnaev var dæmdur til dauða árið 2015 en á dögunum ógilti áfrýjunardómstóll dóminn, þar sem talið var að dómarinn í máli hans þá hafi vanrækt að ganga úr skugga um hlutlægni kviðdómenda. „Sjaldan hefur nokkur verðskuldað dauðarefsinguna meira en sprengjumaðurinn í Boston, Dzokhar Tsarnaev. Rétturinn var sammála um að þetta [sprengjutilræðið í Boston] „væri ein versta innlenda hryðjuverkaárásin frá hörmungunum 11. september.“ Þrátt fyrir þetta henti áfrýjunardómstóll dauðarefsingunni í burtu. Svo mörg líf sem töpuðust og eyðilögðust,“ tísti Trump í gær. Í tísti sínu kallar forsetinn þá eftir því að saksóknarar fari aftur fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev þegar réttað verður yfir honum á nýjan leik. Bandaríkin megi ekki leyfa niðurstöðu áfrýjunardómstólsins að standa. Þá sagði forsetinn það fáránlegt hve langan tíma tæki að fá endanlega niðurstöðu í málið. ....and ruined. The Federal Government must again seek the Death Penalty in a do-over of that chapter of the original trial. Our Country cannot let the appellate decision stand. Also, it is ridiculous that this process is taking so long!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2020 Rétt er að taka fram að áfrýjunardómstóllinn tók ekki afstöðu til sektar eða sakleysis Tsarnaev heldur eingöngu til þess hvort gengið hafi verið úr skugga um að kviðdómendur væru honum óvilhallir. Saksóknarar geta krafist þess að allir dómarar áfrýjunardómstólsins taki afstöðu til málsins eða áfrýjað málinu beint til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hver næstu skref ákæruvaldsins í málinu verða. Þrír féllu og fleiri en 260 manns særðust þegar Tsarnaev og eldri bróðir hans, Tamerlan Tsarnaev, sprengdu tvær sprengjur við endamark maraþonsins. Tamerlan féll í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir sprengjuárásina í apríl árið 2013. Dzhokhar, sem var handtekinn eftir mikla leit í nágrenni Boston, er haldið hámarksöryggisfangelsi í Colorado.
Bandaríkin Donald Trump Dauðarefsingar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira