Starship flogið á loft og lent aftur Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 15:29 Starship á flugi yfir strönd Texas í Bandaríkjunum. Vísir/SpaceX Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær. SpaceX Geimurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. Geimfarið fór einungis í 150 metra hæð áður en það lenti og tók flugið einungis 45 sekúndur. Eftir að SpaceX varð fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim í síðasta mánuði var ákvörðun tekin um að setja þróun Starship í forgang. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og Mars. Frumgerðin sem um ræðir er sú fimmta sem SpaceX þróar en hinar hafa allar sprungið í loft upp. Fyrirtækið hefur markað sér mikla sérstöðu með því að þróa áreiðanlegar eldflaugar sem bera farm á braut um jörðu, snúa aftur við og lenda aftur. Þá er hægt að nota eldflaugarnar á nýjan leik við annað geimskot, eins og SpaceX hefur margsinnis gert. Þannig hefur SpaceX tekist að framkvæma geimskot með mun minni kostnaði en önnur fyrirtæki og stofnanir, þar sem eldflaugar eru iðulega látnar brenna upp í gufuhvolfinu og/eða hrapa í hafið. Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir á Twitter að þróun Starship hafi náð auknum hraða og að til standi að framkvæma frekari prófanir á næstunni. Þróunin er þó langt á eftir þeirri áætlun sem Musk setti fyrirtækinu í september. Þá sagði Musk í fyrra að Starship ætti að fljúga innan nokkurra mánaða og að geimfarið ætti að ná á braut jörðu á hálfu ári Hann ítrekaði þó að sú áætlun væri mjög svo bjartsýn. Jafnvel galin. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan virðist sem að flugferðin í gær hafi ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Í upphafi virðist brak takast á loft og þegar geimfarið lendir virðist sem að eldur hafi kviknaði í vélinni. SpaceX hefur þó lítið sagt um tilraunaflugið í gær.
SpaceX Geimurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira