Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 16:31 Íslendingar geta heimsótt Osló án þess að sæta sóttkví. Getty/Sean Gallup Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira