Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 17:45 Wayne LaPierre hefur stýrt NRA um árabil. Dómsmálaráðherra krefst þess að honum verði bannað að stýra samtökunum vegna ásakana um sjálftöku og fjárdrátt. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Hátt settir stjórnendur eru sagðir hafa dregið að sér hundruð milljóna króna úr sjóðum samtakanna til að fjármagna lúxuslíferni. NRA hafa verið fyrirferðarmikil í umræðum um byssuofbeldi og vopnalöggjöf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Samtökin hafa barist gegn því að lög um byssueign og kaup verði hert en slík umræða fer reglulega á flug í kjölfar tíðra skotárása og fjöldamorða með skotvopnum vestanhafs. Í stefnu sem Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, lagði fyrir ríkisdómstól í dag er þess krafist að samtökin verði leyst upp og Wayne LaPierre, forstjóri NRA, verði settur af. LaPierre hefur leitt samtökin í 39 ár. Á sama tíma höfðaði dómsmálaráðherra Washington-borgar mál gegn NRA-sjóðnum, góðgerðaarmi samtakanna sem hefur styrkt fræðslu um skotvopnaöryggi og veiðar. Sjóðurinn er sakaður um að hafa veitt fé til NRA til þess að greiða fyrir fjáraustur stjórnenda samtakanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Átján mánaða löng rannsókn saksóknara í New York á NRA er sögð benda til þess að stjórnendur samtakanna hafi misfarið með fé og stundað sjálftöku. Wayne LaPierre, forstjóri NRA, er sagður hafa gert starfslokasamning við sjálfan sig sem hljóðar upp á sautján milljónir dollara, jafnvirði um 2,3 milljarða íslenskra króna. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, segir að stjórnendur NRA hafi virt ríkis- og alríkislög um fjármál góðgerðasamtaka að vettugi. Stjórnendur hafi makað krókinn með sjálftöku.AP/Kathy Willens Milljörðum skotið undan á þremur árum Alls eru LaPierre og næstráðendur hans sakaðir um að hafa dregið sér 64 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum góðgerðahluta NRA á þriggja ára tímabili, að sögn Washington Post. James dómsmálaráðherra vill að Lapierre og aðrir leiðtogar samtakanna endurgreiði illa fengið féð. NRA hefur átt í fjárhagskröggum undanfarið. Hátt í 28 milljón dollara afgangur varð af rekstri samtakanna árið 2015 en þremur árum síðar voru þau rekin með 36 milljón dollara halla. Í stefnunni í New York er því haldið fram að undirmenn LaPierre hafi tekið þátt í að fela undanskotin fram að þeim tíma. „NRA eru gegnsýrð af svikum og misnotkun sem er ástæða þess að við sækjumst eftir því að þau verði leyst upp í dag, því engin stofnun er yfir lögin hafin,“ sagði James þegar hún kynnti stefnuna í dag. Carolyn Meadows, forseti NRA, segir samtökin ætla að höfða gagnmál gegn dómsmálaráðherranum. AP-fréttastofan segir að það gæti leitt til áralangra málaferla. Sakaði Meadows dómsmálaráðherrann, sem er demókrati, um að reyna að skora pólitísk stig með stefnunni.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira