Innlent

Heim­sóknar­reglur hertar á Drop­lauga­stöðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heimsóknarreglur verða hertar á Droplaugarstöðum á mánudag.
Heimsóknarreglur verða hertar á Droplaugarstöðum á mánudag. Reykjavíkurborg

Frá og með mánudeginum 10. ágúst verða heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hertar. Heimilinu verður ekki lokað alveg en heimsóknir verða takmarkaðar við einn nánasta aðstandanda og sá þarf sjálfur að vera í nokkurs konar sóttkví utan ess að koma í heimsókn á heimilið að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook.

Fjölskyldur munu þurfa að koma sér saman um hver muni fá að heimsækja skyldmenni og er þeim gert að tilkynna það til hjúkrunarfræðings á deildinni. Þá þurfa aðstandendur að skrá heimsóknir í síðasta lagi á mánudagsmorgun. Heimsóknartímar verða einnig takmarkaðir. Þá mega heimsóknargestir ekki nota almenningssamgöngur né vinna á vinnustað.

Hertar reglur taka ekki gildi eins og áður segir fyrr en á mánudag en nú um helgina gilda reglur sem áður voru ákveðnar, ein heimsókn til hvers íbúa á dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×