Kári vill loka landinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 10:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan. Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan.
Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04
Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21