Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 11:08 Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Lögregla í Manchester Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017. Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.
Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00