Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 07:03 Donald Trump segist ætla að koma með yfirlýsingu að morgni. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. Þetta kom fram í Twitterfærslu Trumps fyrir um fjórum tímum. Sagði hann að hann kæmi með yfirlýsingu næsta morgun, það er um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Íranir skutu í nótt eldflaugum á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Í Twitter-færslunni stærir Trump sig ennfremur af her landsins og segir hann Bandaríkjamenn vera með langöflugasta og best búna her í heimi. All is well! Missiles launched from Iran at two military bases located in Iraq. Assessment of casualties & damages taking place now. So far, so good! We have the most powerful and well equipped military anywhere in the world, by far! I will be making a statement tomorrow morning.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2020 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. Stöðvarnar eru í Irbil annarsvegar og í al Asad hinsvegar. Utanríkisráðherra Írana, Javad Zarif hefur einnig tíst um árásirnar sem hann segir að hafi verið í fullu samræmi við rétt Írana til að beita sjálfsvörn, eftir árásina á Soleimani. Hann segir að Íranar vilji ekki auka á ófriðinn á svæðinu, en tekur fram að landið muni verja sig gegn hverskyns árásum. Iran took & concluded proportionate measures in self-defense under Article 51 of UN Charter targeting base from which cowardly armed attack against our citizens & senior officials were launched.We do not seek escalation or war, but will defend ourselves against any aggression.— Javad Zarif (@JZarif) January 8, 2020 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. Þetta kom fram í Twitterfærslu Trumps fyrir um fjórum tímum. Sagði hann að hann kæmi með yfirlýsingu næsta morgun, það er um hádegisbil í dag að íslenskum tíma. Íranir skutu í nótt eldflaugum á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Íranska ríkissjónvarpið greindi frá því að um væri að ræða hefnd fyrir morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem myrtur var í drónaárás Bandaríkjahers í Bagdad í síðustu viku. Í Twitter-færslunni stærir Trump sig ennfremur af her landsins og segir hann Bandaríkjamenn vera með langöflugasta og best búna her í heimi. All is well! Missiles launched from Iran at two military bases located in Iraq. Assessment of casualties & damages taking place now. So far, so good! We have the most powerful and well equipped military anywhere in the world, by far! I will be making a statement tomorrow morning.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2020 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti að Íranir hafi skotið meira en tólf eldflaugum á herstöðvarnar en ekki er ljóst hvort einhver hafi látið lífið í árásunum. Stöðvarnar eru í Irbil annarsvegar og í al Asad hinsvegar. Utanríkisráðherra Írana, Javad Zarif hefur einnig tíst um árásirnar sem hann segir að hafi verið í fullu samræmi við rétt Írana til að beita sjálfsvörn, eftir árásina á Soleimani. Hann segir að Íranar vilji ekki auka á ófriðinn á svæðinu, en tekur fram að landið muni verja sig gegn hverskyns árásum. Iran took & concluded proportionate measures in self-defense under Article 51 of UN Charter targeting base from which cowardly armed attack against our citizens & senior officials were launched.We do not seek escalation or war, but will defend ourselves against any aggression.— Javad Zarif (@JZarif) January 8, 2020
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. 7. janúar 2020 11:45