Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 20:33 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak þar sem þeir aðstoða íröksk stjórnvöld í baráttunni gegn ISIS-samtökunum. vísir/getty Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld, með vísan til bréfs frá hershöfðingjanum William H Seely III til írakskra yfirvalda, að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mark Milley, formaður herforingjaráðs bandaríska hersins, að bréfið hafi í raun bara verið uppkast. Það hafi verið mistök, ekki undirritað og að það hefði ekki átt að fara af stað. Þá sé það illa orðað og gefi í skyn að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. Það sé ekki raunin. Í frétt Reuters kom fram að um væri að ræða þá hermenn Bandaríkjahers í Írak sem hefðu aðstoðað heimamenn í baráttunni gegn ISIS, en fleiri bandarískir hermenn eru í landinu. Esper segir að fyrrnefnt hershöfðingjans sé ekki nákvæmt. Bandaríkjastjórn hafi engin áform um að flytja herinn burt frá Írak. Deborah Haynes, ritstjóri erlendra frétta hjá Sky News, segir að heimildarmann sinn hjá bandaríska hernum hafa sagt að verið væri að flytja nokkur hundruð hermenn frá Bagdad af öryggisástæðum. Herinn væri ekki á förum frá Írak og heldur ekki frá Bagdad. Í frétt Washington Post er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan úr bandaríska hernum að bréfið væri tilraun til þess að láta íröksk stjórnvöld vita af því að Bandaríkjamenn ætli sér að færa hersveitir sínar til innan landsins. Bréfið fæli það ekki í sér að Bandaríkjaher væri á förum frá Írak. Mikil spenna hefur verið á svæðinu eftir að Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Quasem Soleimani af dögum í Bagdad í síðustu viku. Greint var frá því í gær að írakska þingið hefði samþykkt ályktun þess efnis að kallað yrði eftir því að erlendir hermenn, sem dvalið hafa í landinu, myndu yfirgefa Írak sem fyrst. Í kjölfarið hótaði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu. BREAKING: @EsperDoD says memo on withdrawal is not accurate “there’s been no decision whatsoever to leave Iraq.” pic.twitter.com/52DDhSIIQ2— Tara Copp (@TaraCopp) January 6, 2020 Coalition source told me: “We are moving some people out of Baghdad for force protection reasons. We aren't leaving Iraq (or Baghdad, for that matter)”— Deborah Haynes (@haynesdeborah) January 6, 2020 .@EsperDoD on Iraq: “We are re-positioning forces throughout the region number one. Beyond that with regard to the letter which I’ve read once. I can’t tell you the veracity of that letter and I can tell you what I’ve read. That letter is inconsistent of where we are right now.”— Ryan Browne (@rabrowne75) January 6, 2020 Joint Chiefs Chair GEN Milley: “That letter is a draft it was a mistake, it was unsigned, it should not have been released…poorly worded, implies withdrawal, that is not what’s happening” pic.twitter.com/is0AsU1Ksx— Jake Tapper (@jaketapper) January 6, 2020 Fréttin var uppfærð og fyrirsögn breytt klukkan 21:17 eftir að varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hafði tjáð sig um málið við fjölmiðla. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 21:51.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira