Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 16:23 Ali Khamenei æðstiklerkur grætur yfir kistu Soleimani herforingja í Teheran í dag. AP/Íranska sjónvarpið Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Esmail Ghaani, nýr yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, hét því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum við útför Qasem Soleimani, forvera hans, sem Bandaríkjaher réði af dögum í síðustu viku að skipan Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hundruð þúsunda Írana fylgdu Soleimani til grafar í Teheran í dag. Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest hans á flugvelli í Bagdad á aðfararnótt föstudags. Líkkista hans og Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðra sveita sjíamúslima sem njóta stuðnings Írana og féll einnig í árásinni, voru bornar um götur Teheran í dag. Khamenei æðstiklerkur Írans sást fella tár yfir kistu Soleimani, að sögn AP-fréttastofunnar. „Guð almáttugur hefur lofað að hefna píslarvottsins Soleimani. Það verður sannarlega gripið til aðgerða,“ sagði Ghaani, sem tekur við stjórn Quds-sérsveitarinnar af Soleimani, við íranska ríkissjónvarpið. Fleiri íranskir leiðtogar hafa hótað hefndum án þess að skilgreina frekar í hverju þær gætu falist, að sögn Reuters. „Fjölskyldur bandarískra hermanna munu verja dögum sínum í að bíða dauða barnanna sinna,“ sagði Zeinab, dóttir Soleimani, við mannfjöldann í Teheran við fagnaðarlæti. Ghaani er sagður hafa verið undirmaður Soleimani til lengri tíma. Bandaríkjastjórn hefur beitt hann refsiaðgerðum vegna aðildar að aðgerðum í Írak, Líbanon og Jemen frá árinu 2012. Esmail Ghaani hefur verið næstráðandi Soleimani undanfarin ár. Hann tekur nú við Quds-sveitunum og heyrir beint undir æðstaklerkinn.AP/Mohammad Ali Marizad Ítrekar hótanir um að ráðast á menningarminjar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að ráðast á 52 skotmörk innan Írans, þar á meðal menningarminjar, svari írönsk stjórnvöld fyrir morðið á Soleimani. Forsetinn ítrekaði hótunina jafnvel eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafði reynt að bera hana til baka eftir að hún var fyrst sett fram í tísti í gær. Slíkar árásir gætu talist stríðsglæpur. Morðið á Soleimani hefur valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Írakska þingið samþykkti tillögu um að erlendu herliði yrði vísað úr landi. Bandaríkjaher hefur fellt niður frekari aðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak vegna ástandsins og sendiráðslið hefur verið varað við aukinni hættu þrátt fyrir að Pompeo hafi um helgina haldið því fram að morðið á Soleimani hafi aukið öryggi Bandaríkjamanna. Þá tilkynntu stjórnvöld í Íran í gær að þau ætluðu að hætta að fara eftir kjarnorkusamningum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur aukist til muna eftir að Trump forseti dró Bandaríkin út úr samningum í maí árið 2018. Æðstiklerkurinn leiðir menn í bæn yfir kistum Soleimani og annarra sem féllu í drónaárás Bandaríkjahers í síðustu viku.AP/Skrifstofa æðstaklerks Írans
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04
Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Bandaríkjaforseti hefur hótað harkalegum viðskiptaþvingunum á Írak fari svo að bandarískir hermenn verði reknir frá landinu, eins og írakska þingið hefur kallað eftir. 6. janúar 2020 07:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent