Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 20:49 Minnst 23 eru látin af völdum eldanna og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Vísir/Getty Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03