Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:51 Muhandis var talinn maður Írans innan Írak. Hann var á ferð með Soleimani þegar bílalest þeirra varð fyrir bandarískri drónaárás. Vísir/EPA Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Nokkrar íraskar hersveitir sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda hóta Bandaríkjamönnum hefndum eftir leiðtogi einnar þeirrar féll þegar Bandaríkjaher réð yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í nótt. Morðið á Qasem Soleimani, herforingja og eins valdamesta mannsins í írönsku stjórninni, hefur valdið miklum titringi og hafa stjórnvöld í Teheran heitið grimmilegum hefndum. Bandarísk varnarmálayfirvöld rökstuddu morðið með því að Soleimani hafi lagt á ráðin um tilræði gegn bandarískum her- og embættismönnum. Með Soleimani féll Abu Mahdi al Muhandis, leiðtogi Lýðaðgerðasveitanna, vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak. Leiðtogar nokkurra annarra hersveita í Írak hafa heitið því að hefna hans í dag. Lýðaðgerðasveitirnar hafa notið stuðnings íranskra stjórnvalda en þær hafa meðal annars barist gegn liðsmönnum Ríkis íslams. Muhandis var dæmdur til dauða í Kúvaít að honum fjarstöddum fyrir aðild að sprengjuárásum sem beindust að bandarískum og frönskum sendiráðum árið 1983. Hann var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld saka Muhandis um að stýra hersveitinni sem skaut eldflaug sem varð bandarískum verktaka að bana í norðanverðu Írak fyrir viku. Leiðtogar annarra uppreisnarsveita hafa fordæmt morðið á Muhandis og Soleimani. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Ammar al-Hakim, sjíaklerki og leiðtoga al-Hikma-hreyfingarinnar að loftárás Bandaríkjamanna hafi verið skýrt brot á fullveldi Íraks. Hann lýsir heimshlutanum sem „á heitu blikkþaki“ eftir morðin. Al-Nujaba-hreyfingin sem talin er fjármögnuð af Írönum sendi frá sér yfirlýsingu um að Bandaríkin ættu eftir að „iðrast heimskulegu gjörða sinna“. Harmurinn yfir falli Soleimani og Muhandis ætti eftir að umbreytast í „áhuga, ofsa og byltingu“. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í Íran í dag. Lögðu mótmælendur meðal annars eld að bandaríska fánanum. Mótmælendur í Teheran tóku reiði sína út á bandarískum fána.Vísir/EPA
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Engin áhrif á bensínverð hér á landi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. 3. janúar 2020 12:00
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30