Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 10:15 Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki. Hér sést fólk fara um borð í herskipið. vísir/ap Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15