Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 10:15 Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki. Hér sést fólk fara um borð í herskipið. vísir/ap Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent