„Eins og maður sé að reykja pakka á dag“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Slökkviliðsmaður berst við eld í Nýja Suður-Wales í vikunni. Vísir/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarrelda, sem logað hafa í fylkinu síðustu vikur, í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Íslendingur, sem hefur verið búsettur á svæðinu í tuttugu ár, man ekki eftir því að ástandið hafi verið jafnslæmt og nú.Sjá einnig: Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Þá er sautján manns saknað eftir elda vikunnar og er þeirra nú leitað.Neyðarástandið í Nýja Suður Wales tekur gildi klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og stendur í viku hið minnsta. Með neyðarástandinu verður fulltrúum yfirvalda meðal annars heimilt að neyða íbúa til að yfirgefa heimili sín, loka vegum og að grípa til ýmissa fleiri aðgerða til að tryggja öryggi. Þúsundir hafa nú þegar flúið hættusvæðin þar sem skortur er á ýmsum nauðsynjum. Krakkarnir með sárindi í hálsi Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum. Páll Þórðarson býr í bænum Bowral í Nýja Suður Wales, suðvestur af stórborginni Sidney. Páll Þórðarson hefur verið búsettur í Ástralíu í tuttugu ár.Aðsend „Þar hafa eldarnir verið að brenna í aðra áttina í kringum okkur og þar var mikið tjón í vikunni fyrir jól, þá brunnu tuttugu, þrjátiu hús í bæjum sem heita Buxton og Balmoral, og fórst einn slökkviliðsmaður líka,“ segir Páll. „En síðan fyrir og eftir það erum við búin að standa í reykjarmekki og það er ekki útséð með hættuna á þessu svæði sem við búum á því það er búist við enn frekari eldum suður af okkur.“ Páll segir að rýmingaráætlanir hafi verið kynntar fyrir íbúum víða í fylkinu en heimabær hans sé þó ekki í bráðri hættu. Þau fjölskyldan, sem ætlar að dvelja í Sidney nú þegar ástandið versnar um helgina, hafi samt sem áður fundið vel fyrir eldunum. „Reykjarmökkurinn er búinn að standa á okkur meira og minna síðustu sex vikur. Það er eins og maður sé að reykja pakka á dag. Krakkarnir með sárindi í hálsi suma dagana, maður sleppur ekkert undan þessu.“ Þá kveðst Páll ekki muna eftir því, á sínum tuttugu árum í landinu, að ástandið hafi verið jafnslæmt. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem hafa orðið skógareldar á svæðinu í kringum okkur. En þetta er á allt öðru stigi en maður hefur nokkurn tímann séð.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09