Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:52 Búast má við darraðardans á Bandaríkjaþingi í vikunni þegar réttarhöld yfir Trump forseta hefjast. Vísir/EPA Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30