Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:52 Búast má við darraðardans á Bandaríkjaþingi í vikunni þegar réttarhöld yfir Trump forseta hefjast. Vísir/EPA Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30