Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 12:22 Kóralar eru viðkvæmir fyrir breytingum á hitastigi. Fjöldi sjávarlífvera reiðir sig á kóralrif og hlýnun sjávar getur því ógnað vistkerfum hafsins. Vísir/Getty Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Methlýnun varð í höfum jarðar í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn og eru fimm síðustu ár þau fimm hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á áhrif loftslagsbreytinga á jörðinni þar sem höfin hafa tekið við meira en 90% af hnattrænni hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af völdum manna. Vísindamenn við Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna notuðu göng frá Argo, þúsundum bauja sem mæla hita og dýpt, til að meta hita í hafinu. Argo var tekið í notkun árið 2007 en fyrir áratugina á undan notuðu vísindamenn þekkingu sem baujurnar hafa aflað til þess að áætla þróun sjávarhita aftur til 1958. Grein um rannsókn þeirra birtist í vísindaritinu Advances in Atmospheric Sciences í gær. Sjávarhiti er minni sveiflum háður en hiti við yfirborð jarðar. Þannig var árið 2019 það hlýjasta í hafinu þrátt fyrir að það hafi verið talið það annað hlýjasta á yfirborðinu. Að sama skapi var árið 2016 það hlýjasta í sögunni á yfirborði jarðar en aðeins það fimmta hlýjasta í hafinu. Síðustu þrjú ár hafa verið hvert öðru hlýrra í sjónum. Árið 2015 er í fjórða sæti og 2016 í því fimmta. Síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni í hafinu. Hefur áhrif á veður og loftslag á yfirborðinu Áætlað er að höfin hafi tekið við um 93% þeirrar umfram varmaorku sem losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, hefur valdið frá miðri síðustu öld. Vísindamenn telja að hlýnun hafsins hafi skaðleg áhrif á margar lífverur, þar á meðal kóralrif sem halda uppi fjölbreyttum vistkerfum. Áhrif hlýnunar í hafinu eru þó ekki bundin við það. Varminn sem er bundinn í höfum jarðar þýðir að jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar héldi hlýnun jarðar áfram um einhverra áratuga skeið. „Þessi sjávarhiti hefur áhrif á staðbundið veður og stundum jafnvel hnattrænt loftslag,“ segir Kevin E. Trenberth, vísindamaður hjá Loftslagsrannsóknastofnuninni við New York Times. Þannig bendir hann á að mikil hlýindi í hafinu hafi verið orsök úrhellis sem olli mannskaða í Jakarta á Indónesíu í kringum áramótin. Sjávarhiti hafi einnig haft áhrif á þurrkana í Ástralíu sem sköpuðu aðstæður fyrir sögulega gróðurelda sem hafa geisað þar frá því í september.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03