Uppgjafarhermaður játar morð á rannsóknarblaðamanni Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:25 Marcek játaði morðið við upphaf aðalmeðferðar í dag. Vísir/EPA Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember. Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember.
Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30
Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17