Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 07:33 Gular viðvaranir eru alls staðar í gildi á landinu á morgun, þriðjudag, eins og spár standa nú. skjáskot/veðurstofa íslands Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri. Veður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri.
Veður Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira