Erlent

Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill viðbúnaður er víða um heim vegna kórónaveirunnar.
Mikill viðbúnaður er víða um heim vegna kórónaveirunnar. AP/Patrick Ngugi

Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun.

Líkt og komið hefur fram er kórónaveiran sem dregið hefur rúmlega 130 til dauða talin eiga uppruna sinn í borginni. Alls eru staðfest smit tæplega sex þúsund og hefur veiran fundist í sextán löndum utan Kína.

BBC greinir frá því að Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hafi fyrirskipað embættismönnum að tryggja það að Bretarnir tvö hundruð verði settir í tveggja vikna einangrun, líklega í herstöð í Bretlandi.

Segir BBC að heilbrigðisráðherrann vilji að tryggt sé að Bretarnir fái bestu mögulegu læknismeðferð og ráðgjöf í einangrunni.

Mörghundruð erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru í Wuhan þar sem veiran átti upptök sín hafa verið eða verða fluttir til síns heima.

Ástralir ætla að millilenda með þá sex hundrup Ástralisem bjuggu í borginni og setja þá í sóttkví á Jólaeyju, áður en þeir fá að snúa til meginlandsins.

Stjórnvöld í Japan, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru einnig að vinna að því að koma sínu fólki til síns heima.

Þá hefur breska flugfélagið British Airwaysaflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Breska utanríkisráðuneytið hefur varað fólk við að ferðast til Kína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×