Stærðarinnar jarðskjálfti mældist suður af Kúpu og norðvestur af Jamaíka í kvöld. Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna segir skjálftann hafa verið 7,7 stig. Upptök skjálftans voru þó í um 140 kílómetra fjarlægð frá báðum eyjunum og á um tíu kílómetra dýpi.
Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki.
Í samtali við AP fréttaveituna segir Belkis Guerrero, sem vinnur í menningarmiðstöð í borginni Santiago að hann hafi fundist vel þar.
„Við sátum öll og fundum stólana hreyfast. Við heyrðum hljóðið frá öllu sem var á hreyfingu,“ segir Geurrero. „Hann virtist mjög sterkur en það lítur ekki út fyrir að eitthvað hafi gerst,“ bætti hann svo við um mögulegar skemmdir.
Íbúar á Cayman eyjum segja skjálftann hafa valdið einhverjum skemmdum þar. Sprungur hafi myndast í götum og holræsaleiðslur hafi sprungið.
Skjálftinn fannst einnig vel í Flórída og hafa byggirnar þar verið rýmdar.
Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans. Slíkar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Kúbu og Jamaíka.
A M7.7 earthquake has occurred 125km NNW of Lucea, Jamaica https://t.co/G0WbobS0wF A link to the Did You Feel It Form can be found here: https://t.co/OfQkTR3zuC pic.twitter.com/A7vK0sYA4Z
— USGS (@USGS) January 28, 2020
Buildings in Miami reportedly shook after the powerful earthquake was reported. Miami-Dade Police reported receiving phone calls of buildings shaking, and multiple buildings were being evacuated. pic.twitter.com/eTNEgLJGmr
— NBC 6 South Florida (@nbc6) January 28, 2020