Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 07:41 Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Getty Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur. Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Grunur er um tvö tilfelli Wuhan-veitusmits í norðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram í finnskum fjölmiðlum í morgun. Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan. YLE segir frá því að um sé að ræða meðlimi kínverskrar fjölskyldu frá Wuhan sem er á ferðalagi í Finnlandi. Tveir úr fjölskyldunni hafi leitað á heilsugæslu í bænum Ivalo eftir að þeir fundu fyrir flensueinkennum. Prufurnar hafa verið sendar til höfuðborgarinnar Helsinki til rannsóknar þar sem búist er við að niðurstaða liggi fyrir síðdegis í dag eða í kvöld. Kínverjar hafa lagt ferðabann á íbúa átta borga til viðbótar við þær tvær sem lokað var í gær til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hefur einnig verið gripið til fjölda annarra ráðstafana, meðal annars að banna fjöldasamkomur, aflýsa ýmsum nýársfögnuðum, loka skemmtigörðum, auk þess að eftirlit hefur verið aukið á flugvöllum. Búið er að staðfesta smit í Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong, Makaú, Taílandi, Taívan, Singapúr, Víetnam og Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir neyðarástand ríkja í Kína vegna veirunnar, en hefur ekki skilgreint ástandið sem heimsfaraldur.
Finnland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Átján eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar svonefndu og á sjöunda hundrað manna hefur smitast. 23. janúar 2020 17:37
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33