Herkúles-flutningavél af gerðinni C-130, sem sérstaklega var útbúin til slökkvistarfs, hrapaði til jarðar og sprakk í loft upp í Ástralíu í nótt. Miklir gróðureldar geisa enn víðs vegar um landið.
Þrír voru um borð í vélinni og létust þeir allir en vélin var í eigu kanadísks fyrirtækis. Vélin hrapaði á svæði þar sem eldar brenna suður af höfuðborginni Canberra, á fjallsvæði sem kallast í Snowy Mountains, en flugmennirnir voru allir búsettir í Bandaríkjunum.
Gróðureldarnir í Ástralíu hafa nú brunnið síðan í september og hafa 33 látið lífið af þeirra völdum. Brunasvæðið er nú um tíu milljarðar hektara eða á stærð við England.
Um áttatíu eldar brenna enn víðs vegar um Nýju Suður-Wales.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sent aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur.
Deeply saddened to learn of the death of 3 people in the crash of a C130 fire fighting aircraft, north east of Cooma in NSW earlier today. My deepest condolences to the loved ones, friends and colleagues of those who have lost their lives. Such a terrible tragedy.
— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 23, 2020