Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:55 Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. Vísir/AP Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44
Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48