Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 91-75 | Loksins sigur hjá Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2020 20:45 vísir/daníel Grindavík vann frekar þægilegan sigur á botnliði Fjölnis í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Grindavík í síðustu sex leikjum. Það sást í upphafi að heimamenn ætluðu sér sigur í kvöld, hvað sem það kostaði. Þeir mættu afskaplega grimmir til leiks og með nýjan leikmann í hópnum í þokkabót, hinn bandaríska Seth LeDay sem átti fantagóða innkomu. eimamenn náðu ágætu forskoti strax í upphafi og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhluta. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í upphafi leiks og setti niður hverja körfuna á fætur annarri. Grindavík bætti síðan við forskotið í öðrum leikhluta og þegar liðin héldu til búningsherbergja var staðan 53-38 heimamönnum í vil. Fjölnismenn skiptu í svæðisvörn eftir hlé og setti það heimamenn útaf laginu í skamma stund. Þegar þeir voru komin með svörin við þessari taktík Grafarvogspilta var ekki aftur snúið. Grindvíkingar voru fljótlega komnir meira en 20 stigum yfir og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. Þeir sigldu síðan sigrinum þægilega í höfn í loka leikhlutanum og fögnuðu sextán stiga sigri, 91-75.Af hverju vann Grindavík?Þeir eru með betra lið en Fjölnir. En miðað við gengi heimamanna undanfarið veit maður aldrei hverju maður á von. Grindavík mætti afskaplega vel til leiks og lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi. Þeir spiluðu góða vörn og augljóst að þar hefur Seth LeDay góð áhrif. Lykilmenn Fjölnis náðu sér aldrei á stig og því mega þeir ekki við. Þeir áttu í vandræðum allan leikinn líkt og Falur þjálfari talaði um eftir leikinn. Uppsettur sóknarleikur Grindavíkur gekk betur í kvöld en í undanförnum leikjum. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic skiptust á að stýra liðinu og gerðu það vel.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Seth LeDay afar góður. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst, stal 3 boltum og skilaði góðum varnarleik. Hann smitaði út frá sér til annarra leikmanna og Grindavík leit meira út eins og lið en nokkurn tíman áður í vetur. Sigtryggur Arnar Björnsson var sömuleiðis frábær. Hann skoraði heil 16 stig í fyrsta leikhluta en spilaði svo lítið í öðrum og þriðja leikhluta vegna villuvandræða. Hann skilaði hins vegar 23 stigum á rúmum 22 mínútum og það má alveg brosa eftir þannig frammistöðu.Hvað gekk illa?Hjá Fjölni var það flest allt. Þeir voru á hælunum og þrátt fyrir smá mótspyrnu í upphafi síðari hálfleiks voru þeir aldrei líklegir til að ógna heimamönnum. Fjölnismenn töpuðu 18 boltum og hittu undir 40% utan af velli. Stigahæstu mennirnir voru með 13 stig og svo má áfram telja. Grafarvogspiltar voru einfaldlega slakir í dag og spurning hvort einbeiting þeirra er öll komin á undanúrslitaleikinn í bikarnum eftir tæpar tvær vikur.Hvað gerist næst?Grindavík á næst leik á mánudag gegn Stjörnunni, líklega besta liði landsins í augnablikinu. Fjölnir heldur hins vegar í Þorlákshöfn og mæta þar Þórsurum sem einmitt eru í baráttu við Grindvíkinga um sæti í úrslitakeppninni.Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðiðDaníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík.VÍSIR/BÁRA„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld."„Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."Falur: Voru allir á hælunum allan leikinnFalur viðurkenndi að staðan í deildinni væri orðin ansi dökk.Vísir/BáraFalur Harðarson þjálfari Fjölnis var þungur á brún eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. „Við vorum bara arfaslakir. Þeir voru skrefi á undan okkur allan leikinn, því miður. Það gekk erfiðlega að fá mannskapinn í gang,“ sagði Falur í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru einhvern veginn allir á hælunum allan leikinn. Menn urðu litlir í sér í öllum aðgerðum og þetta var bara ekki góð frammistaða í kvöld. Fjölnismenn náðu smá áhlaupi í upphafi þriðja leikhluta en heimamenn voru fljótir að finna lausnir. „Við fórum í svæðisvörn í seinni hálfleik og þeir komust á bragðið um miðjan þriðja leikhluta, þá voru þeir búnir að leysa þetta. Þá skiptum við aftur yfir í maður á mann vörn og svo leyfði ég flestum að spila í fjórða leikhluta.“ Fjölnismenn eru komnir í undanúrslit í bikarkeppninni þar sem þeir mæta einmitt Grindvíkingum. Staðan í deildinni er hálf vonlaus en þeir eru aleinir á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í vetur. „Það er orðið ansi dökkt í deildinni. Við erum ekki beint líklegir til að vinna rest. Við verðum bara að halda áfram og við erum í fjögurra liða úrslitum í bikar. Það verður gaman að sjá hvort við náum að gíra okkur fyrir þann leik.“Sigtryggur Arnar: Sýndum að við getum spilað 40 góðar mínúturSigtryggur Arnar Björnsson skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta í kvöld.Vísir/BáraSigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í kvöld og skoraði 23 stig á rúmum tuttugu og tveimur mínútum í kvöld. „Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Það mættu allir tilbúnir í leikinn frá fyrstu mínútu sem við höfum ekki verið að gera í vetur. Við sýndum það í þessum leik að við getum spilað 40 góðar mínútur,“ sagði Arnar sem lenti snemma í villuvandræðum og því aldrei að vita hvort hann hefði náð fleiri stigum á töfluna hefði hann spilað meira. Hann var ánægður með framlag nýja leikmannsins, Seth LeDay. „Hann kom mjög vel inn. Hann kom í fyrradag og small strax inn í hópinn, topp náungi innan vallar og utan. Hann hentar okkur mjög vel.“ Grindvíkingar voru búnir að tapa fimm leikjum í röð fram að leiknum í kvöld. Sigtryggur Arnar viðurkennir að það hafi verið frekar þungt yfir hópnum undanfarið. „Þessi sigur léttir aðeins á okkur. Það er erfiður leikur næst og við þurfum að ná okkur niður á jörðina og vinna næsta leik líka.“ Grindavík er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þurfa fleiri stig á töfluna ætli þeir sér þangað. Liðin í kringum þá töpuðu í gær og þeir nýttu tækifærið í kvöld og jöfnuðu Þór frá Þorlákshöfn að stigum í 8.sæti deildarinnar. „Það var gott fyrir okkur að þau töpuðu en við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og vinna þá. Þá höldum við okkur uppi og förum í úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. 31. janúar 2020 20:13
Grindavík vann frekar þægilegan sigur á botnliði Fjölnis í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Grindavík í síðustu sex leikjum. Það sást í upphafi að heimamenn ætluðu sér sigur í kvöld, hvað sem það kostaði. Þeir mættu afskaplega grimmir til leiks og með nýjan leikmann í hópnum í þokkabót, hinn bandaríska Seth LeDay sem átti fantagóða innkomu. eimamenn náðu ágætu forskoti strax í upphafi og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhluta. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í upphafi leiks og setti niður hverja körfuna á fætur annarri. Grindavík bætti síðan við forskotið í öðrum leikhluta og þegar liðin héldu til búningsherbergja var staðan 53-38 heimamönnum í vil. Fjölnismenn skiptu í svæðisvörn eftir hlé og setti það heimamenn útaf laginu í skamma stund. Þegar þeir voru komin með svörin við þessari taktík Grafarvogspilta var ekki aftur snúið. Grindvíkingar voru fljótlega komnir meira en 20 stigum yfir og leikurinn varð í raun aldrei spennandi. Þeir sigldu síðan sigrinum þægilega í höfn í loka leikhlutanum og fögnuðu sextán stiga sigri, 91-75.Af hverju vann Grindavík?Þeir eru með betra lið en Fjölnir. En miðað við gengi heimamanna undanfarið veit maður aldrei hverju maður á von. Grindavík mætti afskaplega vel til leiks og lagði grunninn að sigrinum strax í upphafi. Þeir spiluðu góða vörn og augljóst að þar hefur Seth LeDay góð áhrif. Lykilmenn Fjölnis náðu sér aldrei á stig og því mega þeir ekki við. Þeir áttu í vandræðum allan leikinn líkt og Falur þjálfari talaði um eftir leikinn. Uppsettur sóknarleikur Grindavíkur gekk betur í kvöld en í undanförnum leikjum. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic skiptust á að stýra liðinu og gerðu það vel.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Seth LeDay afar góður. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst, stal 3 boltum og skilaði góðum varnarleik. Hann smitaði út frá sér til annarra leikmanna og Grindavík leit meira út eins og lið en nokkurn tíman áður í vetur. Sigtryggur Arnar Björnsson var sömuleiðis frábær. Hann skoraði heil 16 stig í fyrsta leikhluta en spilaði svo lítið í öðrum og þriðja leikhluta vegna villuvandræða. Hann skilaði hins vegar 23 stigum á rúmum 22 mínútum og það má alveg brosa eftir þannig frammistöðu.Hvað gekk illa?Hjá Fjölni var það flest allt. Þeir voru á hælunum og þrátt fyrir smá mótspyrnu í upphafi síðari hálfleiks voru þeir aldrei líklegir til að ógna heimamönnum. Fjölnismenn töpuðu 18 boltum og hittu undir 40% utan af velli. Stigahæstu mennirnir voru með 13 stig og svo má áfram telja. Grafarvogspiltar voru einfaldlega slakir í dag og spurning hvort einbeiting þeirra er öll komin á undanúrslitaleikinn í bikarnum eftir tæpar tvær vikur.Hvað gerist næst?Grindavík á næst leik á mánudag gegn Stjörnunni, líklega besta liði landsins í augnablikinu. Fjölnir heldur hins vegar í Þorlákshöfn og mæta þar Þórsurum sem einmitt eru í baráttu við Grindvíkinga um sæti í úrslitakeppninni.Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðiðDaníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík.VÍSIR/BÁRA„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld."„Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."Falur: Voru allir á hælunum allan leikinnFalur viðurkenndi að staðan í deildinni væri orðin ansi dökk.Vísir/BáraFalur Harðarson þjálfari Fjölnis var þungur á brún eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. „Við vorum bara arfaslakir. Þeir voru skrefi á undan okkur allan leikinn, því miður. Það gekk erfiðlega að fá mannskapinn í gang,“ sagði Falur í samtali við Vísi eftir leik. „Það voru einhvern veginn allir á hælunum allan leikinn. Menn urðu litlir í sér í öllum aðgerðum og þetta var bara ekki góð frammistaða í kvöld. Fjölnismenn náðu smá áhlaupi í upphafi þriðja leikhluta en heimamenn voru fljótir að finna lausnir. „Við fórum í svæðisvörn í seinni hálfleik og þeir komust á bragðið um miðjan þriðja leikhluta, þá voru þeir búnir að leysa þetta. Þá skiptum við aftur yfir í maður á mann vörn og svo leyfði ég flestum að spila í fjórða leikhluta.“ Fjölnismenn eru komnir í undanúrslit í bikarkeppninni þar sem þeir mæta einmitt Grindvíkingum. Staðan í deildinni er hálf vonlaus en þeir eru aleinir á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í vetur. „Það er orðið ansi dökkt í deildinni. Við erum ekki beint líklegir til að vinna rest. Við verðum bara að halda áfram og við erum í fjögurra liða úrslitum í bikar. Það verður gaman að sjá hvort við náum að gíra okkur fyrir þann leik.“Sigtryggur Arnar: Sýndum að við getum spilað 40 góðar mínúturSigtryggur Arnar Björnsson skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta í kvöld.Vísir/BáraSigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í kvöld og skoraði 23 stig á rúmum tuttugu og tveimur mínútum í kvöld. „Mér fannst þetta skemmtilegur leikur. Það mættu allir tilbúnir í leikinn frá fyrstu mínútu sem við höfum ekki verið að gera í vetur. Við sýndum það í þessum leik að við getum spilað 40 góðar mínútur,“ sagði Arnar sem lenti snemma í villuvandræðum og því aldrei að vita hvort hann hefði náð fleiri stigum á töfluna hefði hann spilað meira. Hann var ánægður með framlag nýja leikmannsins, Seth LeDay. „Hann kom mjög vel inn. Hann kom í fyrradag og small strax inn í hópinn, topp náungi innan vallar og utan. Hann hentar okkur mjög vel.“ Grindvíkingar voru búnir að tapa fimm leikjum í röð fram að leiknum í kvöld. Sigtryggur Arnar viðurkennir að það hafi verið frekar þungt yfir hópnum undanfarið. „Þessi sigur léttir aðeins á okkur. Það er erfiður leikur næst og við þurfum að ná okkur niður á jörðina og vinna næsta leik líka.“ Grindavík er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þurfa fleiri stig á töfluna ætli þeir sér þangað. Liðin í kringum þá töpuðu í gær og þeir nýttu tækifærið í kvöld og jöfnuðu Þór frá Þorlákshöfn að stigum í 8.sæti deildarinnar. „Það var gott fyrir okkur að þau töpuðu en við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og vinna þá. Þá höldum við okkur uppi og förum í úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. 31. janúar 2020 20:13
Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. 31. janúar 2020 20:13
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum