Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 92-86 | Haukar vörðu heimavöllinn Ísak Hallmundarson skrifar 30. janúar 2020 22:15 vísir/daníel Haukar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn á Ásvöllum í Dominos-deild karla í körfubolta núna í kvöld. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fóru leikar þannig að Haukar sigruðu með 6 stiga mun eftir æsispennandi leik. Fyrsti leikhluti var mjög jafn, liðin skiptust þónokkrum sinnum á forystu og að honum loknum leiddu gestirnir 23-24. Þórsarar komu af krafti inn í annan leikhluta og hittu úr fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Þannig komust þeir 11 stigum yfir, 30-41, en heimamenn svöruðu undir lok leikhlutans og staðan í hálfleik 41-44 Þórsurum í vil. Gestirnir juku forskotið í 6 stig um miðjan þriðja leikhluta en þá tóku heimamenn aftur við sér og kom Flenard Whitfield þeim yfir á nýjan leik í 58-57. Haukar náðu síðan 4 stiga forystu ,67-63, en Þórsarar áttu síðustu sókn leikhlutans og setti Jerome Frink niður þriggja stiga flautukörfu til að minnka muninn í 67-66. Allt stefndi því í spennandi lokaleikhluta. Ragnar Örn byrjaði á því að setja niður þrist fyrir gestina og koma þeim aftur yfir, 67-69. Í stöðunni 73-76 tók Israel Martin þjálfari Hauka leikhlé. Haukur Óskarsson jafnaði leikinn í 79-79 og eftir það skoruðu heimamenn 8 stig í röð. Kári Jónsson steig heldur betur upp þegar á þurfti að halda í 4. leikhluta og setti niður þrjár þriggja stiga körfur og 11 stig alls í honum. Hann endaði leikinn með 20 stig og 10 stoðsendingar. Þórsarar fengu einn séns í viðbót í stöðunni 90-85. Brotið var á Davíði Arnari þegar 29 sekúndur voru eftir og hefði hann getað sett pressu á Haukanna með því að setja bæði vítaskotin niður. Hann geigaði hinsvegar á því síðara og Haukar skoruðu í næstu sókn. 92-86 urðu lokatölur, frábær sigur fyrir Hauka og þeirra fjórði sigur í röð en dýrkeypt tap fyrir Þórsara.Af hverju unnu Haukar? Haukar eru erfiðir heim að sækja og hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur, það var gegn toppliði Stjörnunnar. Þessi leikur var jafn nánast allan tímann en Haukar náðu að stilla saman strengi sína á réttum tímapunkti, þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum, og var þar Kári Jónsson sem annars hafði látið lítið fyrir sér fara í aðalhlutverki. Þórsarar náðu síðan ekki að nýta sér þau tækifæri sem þeir fengu í lokin til að setja pressu á Hauka og jafna leikinn. Flottur leikur hjá báðum liðum samt.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var með tvöfalda tvennu, 20 stig og 10 stoðsendingar, og steig upp í 4. leikhluta þegar liðið þurfti mest á honum að halda. Flenard Whitfield hélt Haukum inni í leiknum í 2. og 3. leikhluta og var erfitt fyrir Þórsara að ráða við hann undir körfunni. Hann endaði með 18 stig og 10 fráköst. Hjá Þórsliðinu var Jerome Frink atkvæðamestur með 26 stig og 9 fráköst, auk þess var hann með 90% nýtingu í tveggja stiga skotum. Kári stal senunni undir lokin og mætti segja að hann væri maður leiksins.Hvað gerist næst? Staða liðanna í deildinni helst óbreytt. Næst fara Haukar á erfiðan útivöll í Breiðholtinu og keppa á móti ÍR. Þór mun taka á móti botnliði Fjölnis heima í Þorlákshöfn og verður það að kallast skyldusigur fyrir Þórsara.Martin: Það þarf að vernda heimavöllinn Israel Martin þjálfari Hauka var að vonum sáttur með tvö stig og sigur í kvöld: „Við vorum aggresívari í seinni hálfleik og börðumst betur fyrir lausum boltum. Við fráköstuðum mjög vel, Þór er erfitt lið til að keppa við, með góða skotmenn og mikinn hraða, en ég er ánægður með okkar baráttu og að við höfum náð að stjórna leiknum síðustu mínúturnar enn eina ferðina.“ Haukar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í fínustu málum í 3.-5. sæti deildarinnar, Martin segir liðsandann lykilinn að þessu góða formi. „Við erum meira eins og lið núna. Ég held við séum að ná að stjórna hraða leikjanna betur sóknarlega og almennt verið að bæta okkur sem lið. Strákarnir eru að standa sig mjög vel á æfingum og eru að þroskast sem lið.“ Haukum hefur gengið ótrúlega vel á heimavelli og aðeins tapað einu sinni á Ásvöllum í vetur: „Heimavöllurinn skiptir máli fyrir öll lið deildarinnar. Þú þarft að vernda heimavöllinn, sérstaklega vegna þess að það er mjög erfitt að vinna á útivelli, deildin er mjög skemmtileg núna þar sem öll lið geta unnið alla, en eins og ég segi þarf að vernda heimavöllinn og það höfum við gert hingað til fyrir utan leikinn á móti Stjörnunni,“ sagði Martin að lokum. Friðrik Ingi messar yfir sínum mönnum.vísir/daníel Friðrik Ingi: Allir leikir upp á líf og dauða núna Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs var í viðtali eftir leik og var auðvitað svekktur með tapið. „Öll töp eru býsna svekkjandi. Mér fannst við eiga möguleika og vel það og við vorum að spila að mestu leyti mjög vel. Við misstum pínu taktinn í fjórða leikhluta og þeir komust á smá skrið og við misstum þá í aðeins of mikla forystu.“ Hann segist geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik hinsvegar „Heilt yfir samt var þetta besti leikurinn frá því við fengum tvo nýja leikmenn inn um áramót, þannig það er allavega eitthvað jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik. Við erum aðeins að ná að spila betur saman bæði í vörn og sókn, það eru kannski ljósu punktarnir. Við vorum að spila betur núna en í undanförnum leikjum þó það hafi ekki skilað sigri og við þurfum bara að byggja ofan á það.“ Það eru mörg lið að berjast um sæti í úrslitakeppninni og áframhaldandi sæti í deildinni. Frikki segir hvern einasta leik skipta gríðarlega miklu máli: „Það eru eiginlega allir leikir 4 stiga leikir. Lið geta færst upp og niður um sæti því það er ekkert sem skilur á milli. Það verður bráðfjörug lokasenan í þessu og eins og ég segi eru allir leikir nánast upp á líf og dauða.“ „Ætla lið að halda sér í deildinni, ætla þau í úrslitakeppni og í hvaða sætum? Og svo framvegis, það er stutt á milli og menn þurfa að vera vel gíraðir. Það sem ég segi við mína menn eftir þennan leik er að á meðan við erum að bæta okkur og verða kannski aftur eitthvað sem við viljum vera þá er það jákvætt og það er það sem við eigum að taka úr þessum leik.‘‘ Dominos-deild karla
Haukar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn á Ásvöllum í Dominos-deild karla í körfubolta núna í kvöld. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fóru leikar þannig að Haukar sigruðu með 6 stiga mun eftir æsispennandi leik. Fyrsti leikhluti var mjög jafn, liðin skiptust þónokkrum sinnum á forystu og að honum loknum leiddu gestirnir 23-24. Þórsarar komu af krafti inn í annan leikhluta og hittu úr fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Þannig komust þeir 11 stigum yfir, 30-41, en heimamenn svöruðu undir lok leikhlutans og staðan í hálfleik 41-44 Þórsurum í vil. Gestirnir juku forskotið í 6 stig um miðjan þriðja leikhluta en þá tóku heimamenn aftur við sér og kom Flenard Whitfield þeim yfir á nýjan leik í 58-57. Haukar náðu síðan 4 stiga forystu ,67-63, en Þórsarar áttu síðustu sókn leikhlutans og setti Jerome Frink niður þriggja stiga flautukörfu til að minnka muninn í 67-66. Allt stefndi því í spennandi lokaleikhluta. Ragnar Örn byrjaði á því að setja niður þrist fyrir gestina og koma þeim aftur yfir, 67-69. Í stöðunni 73-76 tók Israel Martin þjálfari Hauka leikhlé. Haukur Óskarsson jafnaði leikinn í 79-79 og eftir það skoruðu heimamenn 8 stig í röð. Kári Jónsson steig heldur betur upp þegar á þurfti að halda í 4. leikhluta og setti niður þrjár þriggja stiga körfur og 11 stig alls í honum. Hann endaði leikinn með 20 stig og 10 stoðsendingar. Þórsarar fengu einn séns í viðbót í stöðunni 90-85. Brotið var á Davíði Arnari þegar 29 sekúndur voru eftir og hefði hann getað sett pressu á Haukanna með því að setja bæði vítaskotin niður. Hann geigaði hinsvegar á því síðara og Haukar skoruðu í næstu sókn. 92-86 urðu lokatölur, frábær sigur fyrir Hauka og þeirra fjórði sigur í röð en dýrkeypt tap fyrir Þórsara.Af hverju unnu Haukar? Haukar eru erfiðir heim að sækja og hafa aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur, það var gegn toppliði Stjörnunnar. Þessi leikur var jafn nánast allan tímann en Haukar náðu að stilla saman strengi sína á réttum tímapunkti, þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum, og var þar Kári Jónsson sem annars hafði látið lítið fyrir sér fara í aðalhlutverki. Þórsarar náðu síðan ekki að nýta sér þau tækifæri sem þeir fengu í lokin til að setja pressu á Hauka og jafna leikinn. Flottur leikur hjá báðum liðum samt.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson var með tvöfalda tvennu, 20 stig og 10 stoðsendingar, og steig upp í 4. leikhluta þegar liðið þurfti mest á honum að halda. Flenard Whitfield hélt Haukum inni í leiknum í 2. og 3. leikhluta og var erfitt fyrir Þórsara að ráða við hann undir körfunni. Hann endaði með 18 stig og 10 fráköst. Hjá Þórsliðinu var Jerome Frink atkvæðamestur með 26 stig og 9 fráköst, auk þess var hann með 90% nýtingu í tveggja stiga skotum. Kári stal senunni undir lokin og mætti segja að hann væri maður leiksins.Hvað gerist næst? Staða liðanna í deildinni helst óbreytt. Næst fara Haukar á erfiðan útivöll í Breiðholtinu og keppa á móti ÍR. Þór mun taka á móti botnliði Fjölnis heima í Þorlákshöfn og verður það að kallast skyldusigur fyrir Þórsara.Martin: Það þarf að vernda heimavöllinn Israel Martin þjálfari Hauka var að vonum sáttur með tvö stig og sigur í kvöld: „Við vorum aggresívari í seinni hálfleik og börðumst betur fyrir lausum boltum. Við fráköstuðum mjög vel, Þór er erfitt lið til að keppa við, með góða skotmenn og mikinn hraða, en ég er ánægður með okkar baráttu og að við höfum náð að stjórna leiknum síðustu mínúturnar enn eina ferðina.“ Haukar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru í fínustu málum í 3.-5. sæti deildarinnar, Martin segir liðsandann lykilinn að þessu góða formi. „Við erum meira eins og lið núna. Ég held við séum að ná að stjórna hraða leikjanna betur sóknarlega og almennt verið að bæta okkur sem lið. Strákarnir eru að standa sig mjög vel á æfingum og eru að þroskast sem lið.“ Haukum hefur gengið ótrúlega vel á heimavelli og aðeins tapað einu sinni á Ásvöllum í vetur: „Heimavöllurinn skiptir máli fyrir öll lið deildarinnar. Þú þarft að vernda heimavöllinn, sérstaklega vegna þess að það er mjög erfitt að vinna á útivelli, deildin er mjög skemmtileg núna þar sem öll lið geta unnið alla, en eins og ég segi þarf að vernda heimavöllinn og það höfum við gert hingað til fyrir utan leikinn á móti Stjörnunni,“ sagði Martin að lokum. Friðrik Ingi messar yfir sínum mönnum.vísir/daníel Friðrik Ingi: Allir leikir upp á líf og dauða núna Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Þórs var í viðtali eftir leik og var auðvitað svekktur með tapið. „Öll töp eru býsna svekkjandi. Mér fannst við eiga möguleika og vel það og við vorum að spila að mestu leyti mjög vel. Við misstum pínu taktinn í fjórða leikhluta og þeir komust á smá skrið og við misstum þá í aðeins of mikla forystu.“ Hann segist geta tekið margt jákvætt út úr þessum leik hinsvegar „Heilt yfir samt var þetta besti leikurinn frá því við fengum tvo nýja leikmenn inn um áramót, þannig það er allavega eitthvað jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik. Við erum aðeins að ná að spila betur saman bæði í vörn og sókn, það eru kannski ljósu punktarnir. Við vorum að spila betur núna en í undanförnum leikjum þó það hafi ekki skilað sigri og við þurfum bara að byggja ofan á það.“ Það eru mörg lið að berjast um sæti í úrslitakeppninni og áframhaldandi sæti í deildinni. Frikki segir hvern einasta leik skipta gríðarlega miklu máli: „Það eru eiginlega allir leikir 4 stiga leikir. Lið geta færst upp og niður um sæti því það er ekkert sem skilur á milli. Það verður bráðfjörug lokasenan í þessu og eins og ég segi eru allir leikir nánast upp á líf og dauða.“ „Ætla lið að halda sér í deildinni, ætla þau í úrslitakeppni og í hvaða sætum? Og svo framvegis, það er stutt á milli og menn þurfa að vera vel gíraðir. Það sem ég segi við mína menn eftir þennan leik er að á meðan við erum að bæta okkur og verða kannski aftur eitthvað sem við viljum vera þá er það jákvætt og það er það sem við eigum að taka úr þessum leik.‘‘
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum