Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Þórir Garðarsson skrifar 17. ágúst 2020 12:00 Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun