Kenna Ísraelum um að farþegaþota hafi næstum verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 09:22 Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. EPA/ABIR SULTAN Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir stjórnarher Bashar al-Assad næstum því hafa skotið niður farþegaþotu með 172 farþega innanborðs í gær. Flugstjórar hafi neyðst til að lenda flugvélinni á herflugvelli Rússa í Sýrlandi. Ástæða þessa er, samkvæmt Rússum, að á sama tíma voru Ísraelar að gera loftárásir í Sýrlandi og saka Rússar Ísraela um að hafa skýlt sér bakvið farþegaþotuna. Samkvæmt ásökunum Rússa var verið að lenda flugvélinni í Damascus þegar árásir Ísraela hófust. Það sé einungis góðum viðbrögðum flugumferðarstjóra að þakka að ekki hafi illa farið. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði einnig að flugmenn Ísrael nýti sér reglulega farþegaþotur þegar skotið væri á þá og skýli sér á bakvið þær. Talsmaðurinn hélt því einnig fram að stjórnarher Sýrlands hafi stöðvað árásir Ísrael. Ísraelar hafa lengi gert fjölmargar árásir í Sýrlandi sem beinast gegn Írönum þar en í flestum tilfellum tjá þeir sig ekki um árásirnar. Mörgum þeirra árása er ætlað að sporna gegn vopnasendingum til Hezbollah, sem Íranar styðja. Þá hafa þeir varað Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að skjóta á orrustuþotur Ísrael. Þá er vert að benda á að árið 2018 skutu hermenn stjórnarhersins rússneska njósnaflugvél niður fyrir mistök, þegar Ísraelar voru að gera loftárásir í Sýrlandi. Fimmtán áhafnarmeðlimir rússnesku flugvélarinnar dóu. Ísraelar neituðu alfarið sök þá. Sjá einnig: Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Þá drógu sérfræðingar verulega í efa að flugmenn Ísrael gætu á einhvern hátt skýlt sér á bakvið aðrar flugvélar og þá sérstaklega svo hægfara flugvélar. Syrian Observatory For Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir minnst 23 hafa fallið í árásum Ísrael í gær. Þá hafi árásir verið gerðar á þrjú skotmörk. Ríkisstjórn Assad segir þó að loftárásirnar hafi verið stöðvaðar og allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira