Háskóli Íslands, af hverju ég en ekki þau? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun