Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur greint frá því að hún hafi fundið fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og mun sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir.
Marin greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, og segir hún einkennin sín vera væg.
Minulla on lieviä hengitystieoireita. Käyn koronatestissä ja siirryn etätöihin. Tänään siis etänä eduskuntaryhmän kesäkokous ja hallituksen neuvottelut.
— Sanna Marin (@MarinSanna) August 18, 2020
Á dagskrá forsætisráðherrans í dag er sumarfundur þingflokks Jafnaðarmannaflokksins og ríkisstjórnarfundur þar sem fyrirkomulag á landamærum verður til umræðu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem finnski forsætisráðherrann ákveður að stunda fjarvinnu vegna gruns um kórónuveirusmit en hið sama gerðist í apríl síðastliðinn.