Nýtt merki Vegagerðarinnar úr kolli Hallgríms Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Hallgrímur Helgason er sonur fyrrverandi vegamálastjóra Getty/Ralph Orlowski Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin
Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira