Nóbelsverðlaunahafi og fyrrum leiðtogi loftslagsmála látinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 11:55 Pachauri stýrði vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar í þrettán ár. Vísir/EPA Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times. Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Rajendra K. Pachauri, fyrrverandi formaður vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er látinn, 79 ára að aldri. Pachauri vann til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín en starfsferli hans lauk í skugga ásakna um kynferðislega áreitni gegn konum. Orku- og auðlindastofnun Indlands sem Pachauri stýrði um áratuga skeið tilkynnti um andlát hans í dag. Banamein hans var ekki gefið upp en hann hafði nýlega gengist undir hjartaaðgerð að sögn indverskra fjölmiðla. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2002 til 2015. Hann og aðrir fulltrúar IPCC hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum af völdum manna. Í formannstíð Pachauri kynnti nefndin vísindaskýrslur um líklegar afleiðingar breytinganna sem voru grundvöllurinn að Parísarsamkomulaginu sem þjóðir heims skrifuðu undir árið 2015. Árið 2009 kom Pachauri til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta, og hélt opinn fyrirlestur um loftslagsmál í Háskóla Íslands. Ásakanir um kynferðislega áreitni urðu til þess að Pachauri hætti störfum fyrir Orku- og auðlindastofnunina og vísindanefnd SÞ árið 2015. Tæplega þrítug kona sem vann fyrir stofnunina sakaði hann um að hafa reynt við hana á klúrinn hátt og sent henni klámfengna tölvupósta og skilaboð. Pachauri hafnaði ásökununum og hélt því fram að brotist hefði verið inn í tölvu hans. Annar starfsmaður stofnunarinnar sakaði hann hins vegar um svipað framferði, að sögn New York Times.
Andlát Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira