Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 12:30 Betelgás á mynd sem var tekin með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í janúar. ESO/M. Montargès og fleiri Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri Geimurinn Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri
Geimurinn Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira