Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 08:01 Kona mótmælir kyndbundnu ofbeldi á Valentíunsardaginn í Mexíkóborg. Vísir/EPA Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar. Mexíkó Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hundruð manna söfnuðust saman í Mexíkóborg í gær til að mótmæla kynbundnu ofbeldi í kjölfar hrottafengins morðs á ungri konu. Mótmælendur slettu rauðri málningu á forsetahöllina og kveiktu í bíl dagblaðs sem birti mynd af líki konunnar á forsíðu sinni. Frekari mótmæli hafa verið boðuð í dag. Morðið á Ingrid Escamilla, 25 ára gamalli konu, vakti mikla reiði í Mexíkó í vikunni. Sambýlismaður Escamilla er grunaður um að hafa stungið hana til bana og limlest lík hennar til að reyna að fela verksummerki um glæpinn um síðustu helgi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dagblað sem birti mynd af illa förnu líki konunnar á forsíðu sinni með fyrirsögninni „Þetta var ástarguðinum að kenna“ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir myndbirtinguna. Ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál í Mexíkó og eru fleiri en 700 morð á konum sögð til rannsóknar. Aðgerðasinnar telja þá tölu þó mun hærri í raunveruleikanum. Alls voru 3.825 konur myrtar í landinu í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fæstum tilfellum er nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir morðin. Mótmælendur, sem voru flestir konur, beindu reiði sinni að stjórnvöldum fyrir framan forsetahöllina þar sem Andrés Manuel López Obrador býr með fjölskyldu sinni. Skvettu mótmælendurnir rauðri málningu við inngang hallarinnar. López Obrador kom sér í klandur í vikunni þegar hann gerði lítið úr spurningu blaðamanns um morð á konum þegar forsetinn var að kynna hlutaveltu á vegum ríkisins, að sögn Washington Post. „Ég vil ekki að morð á konum dragi athyglina frá hlutaveltunni,“ sagði forsetinn. „Eins og ég hef sagt erum við á móti morðum á konum. Við erum að gera hluti á hverjum degi til að tryggja frið og ró,“ sagði forsetinn vegna mótmælanna í gær. Síðar hélt hópurinn að skrifstofum dagblaðsins La Prensa, sem birti myndirnar af líki konunnar, þar sem til átaka kom við lögreglumenn sem reyndu að varna mótmælendum inngöngu. Kveikt var í að minnsta kosti einum bíl í eigu dagblaðsins. Myndbirtingin þótti sérstaklega svívirðileg. Eiginmaður Escamilla, sem er sagður hafa játað verknaðinn, bútaði lík hennar í sundur og fláði að hluta til. Í kjölfarið tóku margir Mexíkóar þátt í samfélagsmiðlaherferð til að tryggja að þegar leitað væri að nafni Escamilla á netinu kæmu upp fallegar dýra- og náttúrulífsmyndir frekar en hrottalegar myndir af líki hennar.
Mexíkó Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira