Risavaxinn ísjaki brotnaði af Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 15:08 Mynd sem Sentinel 1-gervitunglið náði af Furueyjujöklinum áður en jaki brotnaði úr honum í síðustu viku. Evrópska geimstofnunin/Sentinel 1 Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09