Risavaxinn ísjaki brotnaði af Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 15:08 Mynd sem Sentinel 1-gervitunglið náði af Furueyjujöklinum áður en jaki brotnaði úr honum í síðustu viku. Evrópska geimstofnunin/Sentinel 1 Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09